SKÁLDSAGA Á ensku

The Call of the Wild

Skáldsagan The Call of the Wild er stutt ævintýrasaga eftir bandaríska rithöfundinn Jack London (1876–1916). Sagan kom fyrst út árið 1903 og gerist á Yukon-svæðinu í Kanada á tímum gullæðisins undir lok 19. aldar, en þá var mikil eftirspurn eftir góðum sleðahundum. Aðalpersóna sögunnar er einmitt hundurinn Buck. Við upphaf sögunnar er honum stolið frá eigendum sínum í Kaliforníu og hann seldur til Alaska sem sleðahundur. Eftir því sem á söguna líður verður hann smám saman villtari, þar sem hann þarf að lifa af í hinu óblíða umhverfi. Sagan varð strax afar vinsæl og hefur oft verið kvikmynduð.


HÖFUNDUR:
Jack London
ÚTGEFIÐ:
2021
BLAÐSÍÐUR:
bls. 96

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :